Lyfja ætlar sér að stækka

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju.
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju, segir í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann í dag að fyrirtækið ætli sér að fjölga apótekum í framtíðinni, en fyrirtækið rekur keðju apóteka um land allt, alls 33 að tölu.

Hún segir í samtali við ViðskiptaMoggann að á 10 ára fresti myndist tækifæri fyrir 7-10 ný apótek á landinu, miðað við þjónustustig dagsins í dag. „Það er í raun stefna okkar að fjölga apótekum. Staðsetning skiptir okkur gríðarlega miklu máli, eins og aðra smásölu. Stefnan er að vera þar sem er hentugast fyrir viðskiptavininn að sækja þjónustuna.“

Hún segir að þrekvirki hafi verið unnið hér á landi í uppbyggingu lyfjaverslana og þjónustu þeirra síðan sérleyfi í lyfjaverslun var afnumið árið 1996, og þar hafi Lyfja leikið lykilhlutverk.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK