Þrettán sagt upp hjá Sýn

13 manns hefur verið sagt upp hjá Sýn.
13 manns hefur verið sagt upp hjá Sýn. mbl.is/Hari

Þrettán manns hefur verið sagt upp störfum hjá Sýn, móðurfélagi Vodafone, Stöðvar 2, Vísis og fleiri miðla. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir í samtali við mbl.is að uppsagnirnar tengist sameiningu sviða innan fyrirtækisins sem sé hér með lokið. Starfsmannafundur hjá Sýn hófst klukkan 14 þar sem farið er yfir ýmis mál. 

Sighvatur Jónsson fréttamaður er meðal þeirra sem sagt var upp. „Uppsögn mín hefur þegar tekið gildi og ég er hættur,“ segir Sighvatur í samtali við mbl.is. Þá hefur mbl.is einnig heimildir fyrir því að Kristínu Ýr Gunnarsdóttur fréttamanni hafi verið sagt upp. 

Hjörvari Hafliðasyni, útvarpsmanni á FM957 og fótboltasérfræðingi á Stöð 2 Sport, var einnig sagt upp. Greindi Fréttablaðið fyrst frá, en Hjörvar kveður hlustendur morgunþáttarins Brennslunnar í sérstökum Facebook-hópi þáttarins: Brennslu Tips. 

Þá er komið að endalokum eftir 4 góð ár í Brennslunni. Hafði illa gaman að þessu og sérstaklega samskiptunum við hina þræleðlilegu hlustendur okkar,“ skrifar Hjörvar meðal annars, sem hyggst einbeita sér að hlaðvarpsþætti sínum Dr. Football. 

Heiðar segir í samtali við mbl.is að tveimur á hverju sviði hafi verið sagt upp og að uppsagnirnar séu sem fyrr segir liður í að klára sameiningu sviða innan Sýnar. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK