Titringur á mörkuðum víða um heim

Bjallan í Nasdaq kauphöllinni.
Bjallan í Nasdaq kauphöllinni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fjárfestar vestanhafs og austan óttast að stærstu hagkerfi heimsins horfi fram á samdrátt á komandi mánuðum. Nýjar tölur frá Þýskalandi sýna að landsframleiðsla þar hafi dregist saman um 0,1% á öðrum ársfjórðungi.

Flest benti til þess að hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum myndu lækka í viðskiptum gærdagsins. Tölur um einkaneyslu þar í landi vöktu hins vegar von með fjárfestum og þá gaf hálfsársuppgjör netverslunarrisans Alibaba til kynna að enn væri talsverður þróttur í stærstu hagkerfum heimsins.

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn litaðist allur rauður í gær og lækkuðu nær öll félög í Kauphöll talsvert í kjölfar afkomuviðvörunar fasteignafélagsins Reita. Lækkaði úrvalsvísitalan um 3,3% í viðskiptum gærdagsins, að því er fram kemur í umfjöllun um markaðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK