Lægsta gengi Icelandair á árinu

Hlutabréfaverð Icelandair hefur ekki verið lægra á árinu.
Hlutabréfaverð Icelandair hefur ekki verið lægra á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréfaverð í Icelandair féll um 6,93% á markaði í dag og stóð gengi bréfa við lok markaðar í 6,98 krónum á hlut. Er það lægsta gengi félagsins í dagslok það sem af er ári, en bréfin hafa fallið í verði um 26% frá áramótum.

Icelanda­ir tapaði um 89,4 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, um 11 millj­örðum króna, á fyrstu sex mánuðum árs­ins sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjöri fé­lags­ins sem birt var í byrj­un ág­úst. Jókst tap félags­ins frá sama tíma­bili í fyrra um nærri 50%.

Tapið má að stór­um hluta rekja til vand­ræða sem tengj­ast kyrr­setn­ingu Boeing MAX-vél­anna, en Bogi Nils Boga­son, forstjóri Icelandair, seg­ir mark­mið fé­lags­ins að fá það tjón bætt frá flug­véla­fram­leiðand­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK