Skattar og gjöld of há í miðborginni

Skúli Gunnar Sigfússon.
Skúli Gunnar Sigfússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og stofnandi Subway á Íslandi, segir að gífurleg hækkun fasteignagjalda og annars íþyngjandi kostnaðar hafi reynst veitingastöðum í Reykjavík erfið.

Að hans sögn er áhyggjuefni hve margir öflugir rekstraraðilar í miðborginni hafa orðið gjaldþrota.

Í samtalil í ViðskiptaMogganum í dag kveðst hann fagna auknum veitingarekstri í úthverfum.

Að sögn Skúla hefur veitingarekstur í miðborginni þyngst til muna undanfarin misseri. Það megi að miklu leyti rekja til hinna ýmsu gjalda, sem jafnframt veldur því að fjöldi öflugra rekstraraðila leggur upp laupana. Nú síðast var greint frá gjaldþroti Ostabúðarinnar og Dill Restaurant sem báðir eru staðsettir í miðborginni. „Maður er virkilega uggandi yfir þessu því að þetta eru mjög góðir staðir sem eru að fara á hausinn. Ef einblínt er á Reykjavík má fljótt sjá að álögur hafa snarhækkað, sem allt endar auðvitað á viðskiptavininum,“ segir Skúli og bætir við að rekstraraðilar leiti í auknum mæli til úthverfa höfuðborgarsvæðisins. Þess utan telur hann að fækkun veitingastaða í heild sé óumflýjanleg.

„Það er engin spurning held ég. Staðir hafa í auknum mæli verið að fara í úthverfin sem er að mínu mati mikið ánægjuefni. Staðan í miðborginni er hins vegar mjög alvarleg og ég hef áhyggjur af því þegar gæðastöðum á borð við Dill og Ostabúðina er lokað. Það er ekki góð þróun.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK