Var í raun gjaldþrota á aðfangadag

Í komandi viku verða fimm mánuðir liðnir frá því að …
Í komandi viku verða fimm mánuðir liðnir frá því að WOW air sigldi í þrot eftir sjö ára starfsemi. mbl.is/Árni Sæberg

Skuldabréfaeigendur sem þátt tóku í að bjarga WOW air frá gjaldþroti í september í fyrra höfðu heimild til að gjaldfella skuldabréfin á aðfangadag í fyrra.

Sú heimild virkjaðist þegar í ljós kom að WOW hafði ekki haldið til haga, á þeim tiltekna degi, 7,5 milljónum evra, jafnvirði ríflega milljarðs króna.

Þeirri fjárhæð átti fyrirtækið að ráðstafa inn á sérstakan vaxtareikning samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins. Svaraði sú fjárhæð til 12,5% þeirrar fjárhæðar sem tókst að safna í útboðinu. Upplýsingar um vanefndir WOW air á þessum þætti útgáfunnar eru tíundaðar í skýrslu Deloitte til skiptastjóra WOW air sem kynntar hafa verið.

Hefðu skuldabréfaeigendurnir nýtt sér heimildina til þess að gjaldfella skuldabréfin er víst að fyrirtækið hefði rekið hratt í strand. Ekki hafa komið fram skýringar á því af hverju ekki var gripið til þeirra úrræða en líklegt má telja að yfirstandandi viðræður milli WOW air og Indigo Partners um mögulega aðkomu síðarnefnda félagsins að flugfélaginu, hafi skipt þar sköpum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK