Kaupir fyrir 77 milljónir í Icelandair

Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað talsvert að undanförnu.
Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað talsvert að undanförnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einkahlutafélagið NT ehf. sem er að 100% hluta í eigu Ómars Benediktssonar, varaformanns stjórnar Icelandair Group hefur keypt 10.765.473 hluti í flugfélaginu. Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll Íslands fyrr í dag. Viðskiptin eiga sér stað á genginu 7,15. Kaupverðið nemur því tæpum 77 milljónum króna. Félagið átti enga hluti í flugfélaginu fyrir viðskiptin.

Gengi bréfa Icelandair Group hefur lækkað talsvert að undanförnu. Þannig hafa þau lækkað um tæp 10% síðustu vikuna og síðasta mánuðinn hafa þau gefið eftir um ríflega 20%.

Ómar Benediktsson er varaformaður stjórnar Icelandair Group.
Ómar Benediktsson er varaformaður stjórnar Icelandair Group.

Lítil hreyfing hafði verið á bréfum félagsins í morgun fram að því að tilkynnt var um kaup NT ehf. á fyrrnefndum hlutum. Styrktist gengi félagsins í kjölfarið í Kauphöll um tæpt 1%.

Ómar Benediktsson er forstjóri Farice ehf. en hann hefur áratugareynslu af starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja, m.a. á vettvangi Island Tours, Íslandsflugs, Air Atlanta og SmartLynx airlines.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK