Rekstur Origo heldur undir væntingum

Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir rekstur Origo á fyrra árshelmingi …
Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir rekstur Origo á fyrra árshelmingi 2019 hafa gengið ágætlega miðað við aðstæður. mbl.is/Eggert

6,4% tekjusamdráttur var hjá Origo á öðrum ársfjórðungi 2019, miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrirtækið kynnti í dag uppgjör fyrri árshelmings þessa árs.

Sala á vöru og þjónustu nam 3.493 m.kr á öðrum ársfjórðungi 2019 og 7.046 m.kr á fyrsta árshelmingi, en það er 6,2% tekjusamdráttur frá fyrsta ársfjórðungi 2018.

Tekjuvöxtur án Tempo var 7,9% á öðrum ársfjórðungi og 7,4% á fyrsta árshelmingi þessa árs. Framlegð nam 851 m.kr (24,4%) á öðrum ársfjórðungi og 1.773 m.kr á fyrri árshelmingi (25,2%).

EBITDA nam 213 m.kr (6,1%) á öðrum ársfjórðungi og 451 m.kr (6,3%) á fyrsta árshelmingi, en í fyrra nam hún 235 m.kr  á öðrum ársfjórðungi (6,3%) og 336 m.kr (4,5%) á fyrsta árshluta.

„Rekstur Origo á fyrri árshelmingi 2019 gekk ágætlega miðað við aðstæður, betri en á síðasta ári, en þó heldur undir væntingum. Afkoma af hugbúnaðartengdri starfsemi hefur verið góð að undanförnu og hefur vægi hugbúnaðarlausna verið markvisst aukið í rekstri Origo með áherslu á þróun og fjárfestingu á því sviði. Lakari afkoma hefur verið að rekstrarþjónustu og sölu á notendabúnaði en við höfum leitast við að auka hagræði í öllum okkar rekstri, m.a. með útvistun afmarkaðra verkefna og aukinni sjálfvirknivæðingu í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini okkar. Þeirri vegferð verður haldið áfram,“ er haft eftir Finn Oddssyni, forstjóra Origo í fréttatilkynningu. 

Heildarhagnaður nam 138 m.kr á öðrum ársfjórðungi og 351 m.kr á fyrri árshelmingi.

Eiginfjárhlutfall er 62,0% og veltufjárhlutfall 1,76.

Origo keypti þá allt hlutafé í Strikamerki ehf. og sprotafyrirtækinu CBS (Bus Travel IT) nýverið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK