Selur 600 heita potta á ári

Ameríski húsbíllinn og kerran eru engin smásmíði, eða 18 metrar …
Ameríski húsbíllinn og kerran eru engin smásmíði, eða 18 metrar að lengd. Kristján Berg Ásgeirsson er með 250 potta á lager. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Berg Ásgeirs­son, eða Fiskikóng­ur­inn eins og hann er gjarn­an kallaður, í höfuðið á fisk­búð sem hann rek­ur á Soga­vegi í Reykja­vík, hef­ur ferðast vítt og breitt um landið á hús­bíl í sum­ar og selt heita potta með góðum ár­angri. Seg­ist Kristján í sam­tali við Morg­un­blaðið hafa selt 600 potta á síðasta ári og út­lit sé fyr­ir svipaða og jafn­vel meiri sölu í ár.

„Ég er bú­inn að selja heita potta núna í 15 ár sam­hliða fisk­in­um. Ég fer gjarn­an í „pottagír­inn“ um miðjan apríl og er á fullu fram í miðjan októ­ber. Elsti son­ur minn rek­ur fyr­ir mig Fiskikóng­inn á sumr­in. Ég mæti þangað á morgn­ana og vinn til 10 en sný mér þá að heitu pott­un­um,“ seg­ir Kristján.

Pott­ana hef­ur Kristján selt í gegn­um heimasíðuna heit­irpott­ar.is og í gegn­um versl­un sína á Höfðabakka 1 við Gull­in­brú, auk þess að selja þá í hús­bíln­um, eins og fyrr sagði. „Ég og eig­in­kon­an vor­um búin að eiga þenn­an hús­bíl í sex ár, risa­stór­an am­er­ísk­an trukk. Þá byggðum við okk­ur sum­ar­bú­stað og hún vildi selja bíl­inn en ég var treg­ur til. Niðurstaðan var að ég lét fyr­ir­tækið kaupa bíl­inn og fékk svo þá hug­mynd að leigja mér kerru og fara á bíln­um í sölu­ferð til Ak­ur­eyr­ar. Svo fór þetta að vinda upp á sig og ég fór að fara í fleiri sölu­ferðir. Nú er þetta eig­in­lega orðið fullt starf hjá mér.“

Elt­ir sól­ina

Þegar Morg­un­blaðið hafði sam­band við Kristján var hann stadd­ur á Ólafs­vík. Hann seg­ist sjaldn­ast vita hvað morg­undag­ur­inn ber í skauti sér. Hann elti sól­ina, enda er að hans sögn best að selja heita potta í góðu veðri. „Ég er alltaf með sex óselda potta í bíln­um þegar ég fer af stað en tek líka pant­an­ir og sel af lag­ern­um. Í gær var ég með fulla kerru af pott­um, eða sex potta, en nú eru tveir farn­ir. Ég er yf­ir­leitt tvo daga að klára pott­ana úr kerr­unni.“

Hús­bíll­inn og kerr­an eru eng­in smá­smíði, 18 metr­ar að lengd. „Til sam­an­b­urðar er gáma­flutn­inga­bíll með 40 feta gám aðeins 12 metra lang­ur. Það versta við þetta er að ef ég kem heim á bónda­bæi eða botn­langa í hverf­um er erfitt að snúa við. Ég er orðinn al­gjör meist­ari í að bakka bíln­um.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka