Þreföldun í rafbókum

Auk þess að selja áþreifanlegan varning selur Heimkaup rafbækur.
Auk þess að selja áþreifanlegan varning selur Heimkaup rafbækur.

Þreföld­un hef­ur orðið í sölu ra­f­rænna náms­bóka nú í ág­úst hjá net­versl­un­inni Heim­kaup.is, miðað við sama mánuð á síðasta ári, að sögn Sig­urðar Páls­son­ar verk­efna­stjóra. Hann seg­ir að stefnt sé að því að selja yfir sex þúsund bæk­ur í ár. Til sam­an­b­urðar seld­ust að hans sögn um tvö þúsund bæk­ur allt árið í fyrra.

„Í gær [í fyrra­dag] seldi ég til dæm­is 150 ein­tök af bók um Python-for­rit­un­ar­málið, og þar með er sú bók orðin sú sölu­hæsta á ár­inu hjá okk­ur,“ seg­ir Sig­urður.

Á Heim­kaup.is eru sex þúsund titl­ar í boði, en Sig­urður seg­ir að í gegn­um sam­starfsaðila versl­un­ar­inn­ar, Vital Source, sem út­veg­ar kerf­is­grunn­inn sem bæk­urn­ar fara í gegn­um, hafi Heim­kaup.is aðgang að 600 þúsund titl­um. Helsti vand­inn var að sögn Sig­urðar að ná að flokka bæk­urn­ar nógu vel og skil­merki­lega svo auðvelt væri fyr­ir nem­end­ur og aðra að finna það sem þeir leita að, en þetta hafi Heim­kaup.is nú leyst. Hann seg­ir að reglu­lega bæt­ist við nýj­ar bæk­ur og nýir flokk­ar. „Ég var til dæm­is að taka inn þúsund titla frá fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í bók­um um lík­ams­rækt og heilsu. Ég vinn með World Class-lík­ams­rækt­ar­stöðinni í markaðssetn­ingu bók­anna, og læt prentuð ein­tök liggja frammi á stöðvun­um til kynn­ing­ar.“

Önnur nýj­ung sem Heim­kaup.is hafa bryddað upp á í markaðssetn­ingu náms­bók­anna er að vinna náið með nem­enda­fé­lög­um í há­skól­um lands­ins. Hef­ur það nú þegar gefið góða raun að sögn Sig­urðar. Fé­lög­in kynni bæk­ur inni í lokuðum Face­book hóp­um, en á móti bjóði Heim­kaup.is tíma­bundna af­slætti af bók­um og fari í leiki þar sem hægt er að vinna gjafa­bréf í versl­un­inni.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK