Segir farir Sýnar ekki sléttar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekj­ur Sýn­ar hf. námu á öðrum árs­fjórðungi rúm­um 5 millj­örðum króna sem er 3% lækk­un á milli tíma­bila sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu. Árs­hluta­reikn­ing­ur Sýn­ar hf. var samþykkt­ur af stjórn og for­stjóra fé­lags­ins á stjórn­ar­fundi í dag.

Tekj­ur Sýn­ar hf. á fyrri árs­helm­ingi lækkuðu um 189 millj­ón­ir króna milli ára, eða um 2%. Tap á árs­fjórðungn­um nam 215 millj­ón­um króna sem er 206 millj­óna króna aukn­ing frá sama tíma­bili 2018. Hagnaður á fyrri árs­helm­ingi árs­ins nam 455 millj­ón­um króna sem er 413 millj­óna króna hækk­un á milli tíma­bila.

Haft er eft­ir Heiðari Guðjóns­syni, for­stjóra Sýn­ar hf., að af­koma síðasta árs­fjórðungs séu von­brigði. Fyrri spár hafi eng­an veg­inn staðist. Helstu ástæður séu verðlækk­an­ir og frít­il­boð á fjar­skipta­markaði auk þess sem kostnaður á fjöl­miðlamarkaði hafi verið um­fram áætlan­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK