Selja auglýsingar á heilmerkta strætisvagna

Auglýsingar verða seldar á strætisvagna.
Auglýsingar verða seldar á strætisvagna. mbl.is/​Hari

Stjórn Strætó hefur heimilað sölu á auglýsingum á strætisvögnum á nýjan leik. Borgarleikhúsið keypti fyrstu auglýsinguna og fer heilmerktur vagn merktur leikhúsinu í akstur á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Auglýsingar voru síðast seldar á strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins fyrir rúmlega 11 árum. Þetta er tilraunaverkefni til þess kanna hvort sala á auglýsingum geti aflað Strætó auknum tekjum. Seldar verða auglýsingar á heilmerkta vagna yfir mánuð í senn en aðrar útfærslur verða háðar samþykki Strætó.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK