Musk: Tesla opnar á Íslandi í september

Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi 9. september, að sögn Elon …
Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi 9. september, að sögn Elon Musk, stofnanda rafbílaframleiðandans. AFP

Athafnamaðurinn og stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, Elon Musk, segir að Tesla muni opna þjónustumiðstöð fyrir eigendur Tesla-bifreiða 9. september. Frá þessu greindi hann á Twitter í gærkvöldi. 

Aðdáendur Tesla á Íslandi geta því tekið gleði sína, en það var einmitt einn slíkur, Hjörtur Brynjarsson, sem spurði Musk einfaldlega á Twitter hvenær Tesla myndi opna útibú hér á landi.  

Even Sand­vold Roland, sam­skipta­stjóri Tesla í Nor­egi, staðfesti í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í maí að Tesla hygðist opna þjón­ustumiðstöð fyr­ir eig­end­ur Tesla-bif­reiða hér á landi á Krók­hálsi 13 í sum­ar. Nú hafa merki fyrirtækisins verið sett upp á Krókhálsi og bílastæði merkt, en glöggir meðlimir facebookhópsins Tesla eigendur og áhugafólk hafa birt myndir af merkingunum á síðunni. 

Musk biður Íslendinga jafnframt afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á opnun þjónustumiðstöðvarinnar, en segir að biðin sé senn á enda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK