Ekki talað um að selja Leifsstöð

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ekki standi til að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar og það hafi ekki komið til tals í ríkisstjórninni. Samþykkt var á sameiginlegum fundi landsstjórnar og þingflokks Framsóknar að leggja áherslu á að auðlindir skuli vera í þjóðareign.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sala flugstöðvarinnar hefði verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í talsverðan tíma.

Sigurður Ingi sagði að þetta hefði ekki komið til tals í ríkisstjórninni og væri ekki í stjórnarsáttmálanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK