Hefur ekki áhyggjur af samkeppninni

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Stór hluti af okkar starfsemi er að fljúga farþegum á milli Evrópu og Norður-Ameríku, svo við erum í raun að keppa við flest flugfélög í vesturheimi og samkeppnin er gríðarleg. Það er bara spennandi að fylgjast með þessu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um áform um endurreisn WOW air.

Í dag eigi Icelandair í beinni samkeppni við 25 flugfélög yfir sumartímann og 20 yfir allt árið, fyrir utan öll þau flugfélög sem fljúgi yfir Atlantshafið án viðkomu á Íslandi.

„Ég held það breytist ekki neitt stórkostlega mikið hjá okkur þó að fjöldi keppinauta til og frá Íslandi fari úr 25 í 26. Við höldum bara okkar striki og reynum að gera eins vel og við getum í rekstrinum. Það er okkar fókus.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK