Vel yfir 80% pantaðra Mercedes-Benz-bíla sem seldir verða hjá bílaumboðinu Öskju á næsta ári verða annaðhvort rafbílar eða tengiltvinnbílar að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, forstjóra fyrirtækisins. Sú tala nam 24% í ár en 32% árið 2018.
Ein ástæðan fyrir þessari breytingu er CAFE-stefna (e. Clean Air For Europe) Evrópusambandsins sem gerir ríkar kröfur til bílaframleiðenda um að minnka kolefnislosun bílaflotans í álfunni. Markmiðið árið 2021 er að meðaltalskolefnisútblástur nýskráðra bíla verði 95 grömm.
Í Morgublaðinu í dag kemur fram, að samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins varðandi nýskráða bíla í ágúst kom í ljós að nýskráningar á rafbílum hefðu aldrei verið fleiri en þá og nam hlutfallið 14,2% miðað við 7,3% fyrstu sjö mánuðina á undan. Enn fremur var hlutfall nýskráðra raf-, tengiltvinn- og „hybrid“-bíla í ágúst rúmlega 40%.