Rafmagnshlaupahjól verði jólagjöfin í ár

Ungur maður á rafmangshlaupahjóli.
Ungur maður á rafmangshlaupahjóli. mbl.is/​Hari

Raf­magns­hlaupa­hjól hafa selst afar vel í ár hjá þeim fyr­ir­tækj­um sem selja slík tæki.

Óttar Örn Sig­ur­bergs­son, inn­kaupa­stjóri hjá Elko, seg­ir lík­legt að seld raf­magns­hlaupa­hjól hjá fyr­ir­tæk­inu í ár verði langt yfir 1.000 en nokkr­ar send­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins, sem hóf sölu í mars­mánuði á hjól­un­um, hafa selst upp, að því er fram kem­ur í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Birgðir fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Nova á raf­magns­hlaupa­hjól­um hafa selst upp í tvígang og tel­ur Kar­en Ósk Gylfa­dótt­ir, markaðsstjóri fyr­ir­tæk­is­ins, að hjól­in verði jóla­gjöf­in í ár. „Eft­ir­spurn­in hef­ur verið mun meiri en fram­boðið á þessu ári og við trú­um því að hún eigi eft­ir að aukast. Við höf­um trú á því að sal­an verði góð áfram. Raf­skút­an verður klár­lega jóla­gjöf­in í ár,“ seg­ir Kar­en. Hörður Ágústs­son, eig­andi versl­un­ar­inn­ar Mac­lands, hef­ur einnig prófað sig áfram í sölu á hjól­un­um og seg­ir þau bjóða upp á ýmsa kosti. „Þjóðverj­arn­ir eru mikið að vinna með aðeins kraft­meiri út­gáf­ur og þá eru komn­ir alls kon­ar auka­hlut­ir; hægt að setja kerru aft­an í þar sem annaðhvort börn geta setið eða hægt að geyma búðarpoka.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK