Spáir samdrætti í vetur

Frá höfuðborgarsvæðinu. Horft yfir efstu byggðir í Kópavogi, Reykjavík í …
Frá höfuðborgarsvæðinu. Horft yfir efstu byggðir í Kópavogi, Reykjavík í bakgrunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir nýja talningu samtakanna á fjölda íbúða á fyrstu byggingarstigum benda til minni umsvifa í byggingariðnaði.

Hann segist aðspurður telja að sú þróun muni birtast í fækkun starfa í íslenskum byggingariðnaði í vetur. „Það eru 14.500 manns starfandi í byggingariðnaði, sami fjöldi og fyrir ári, en fram til þessa hefur launþegum fjölgað ár frá ári. Með hliðsjón af því að minna virðist í pípunum má búast við fækkun starfa í byggingariðnaði í vetur,“ segir Sigurður.

Gangi spáin eftir gæti það vegið þungt á íslenskum vinnumarkaði enda er byggingariðnaðurinn meðal stærstu atvinnugreina. Samkvæmt nýrri talningu Samtaka iðnaðarins eru 14% færri íbúðir í smíðum á höfuðborgarsvæðinu, sem eru á fyrstu byggingarstigum, en voru í mars. Samdrátturinn er enn meiri í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, eða 37,5%.

Með þessa þróun í huga kallar Sigurður eftir átaki við uppbyggingu innviða. Þá rifjar hann upp vilyrði stjórnvalda í húsnæðismálum í tengslum við lífskjarasamninga.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir að hægt hafi á uppbyggingu nýrra íbúða. „Þrátt fyrir fullyrðingar um skort á íbúðum benda sölutölur til þess að það hafi ekki verið alveg rétt mat. Það er aðalástæðan. Það er ekki skortur nema þá eftir ákveðinni gerð íbúða sem er á lægra verðbilinu,“ segir Þorvaldur.

Hann segir það líka hafa dregið úr uppbyggingunni að fjármögnun íbúðaverkefna hafi verið að þyngjast síðustu 12 mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK