Þriðjungur seldur á 10 dögum

Teikning/Onno

Þriðjungur íbúða á nýjum byggingarreit við Hlíðarenda hefur selst á 10 dögum, eða 23 af 69 íbúðum sem eru komnar á sölu. Samtals verður byggð 191 íbúð á reitnum á vegum félagsins Hlíðarfótar, en verkefnið gengur undir nafninu 102 Reykjavík.

Mest ásókn til að byrja með er í minni íbúðir á reitnum, en meðalverð íbúða sem fóru í sölu er rúmlega 50 milljónir, á meðan meðalverð seldra íbúða er tæplega 41 milljón. Þá er meðalstærð allra íbúða sem fóru í sölu 89 fermetrar, en meðalstærð seldra íbúða 83 fermetrar. Þetta staðfestir Sigurður Lárus Hólm, framkvæmdastjóri Hlíðarfótar, við mbl.is.

Heildarsöluverð þeirra 69 íbúða sem fóru í sölu var um 3,5 milljarðar, en þegar hafa íbúðir selst fyrir um 940 milljónir. Flestar þeirra sem selst hafa eru tveggja herbergja.

Í tilkynningu frá félaginu segir að af 191 íbúð sem byggð verður á reitnum verði ríflega 120 íbúðir minni en 90 fermetrar. Alls verða íbúðirnar frá 50 og upp í 220 fermetrar, en einungis fjórar íbúðir eru stærri en 150 fermetrar. Ein þeirra er þegar seld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK