Búast við umtalsverðri hækkun olíuverðs

Enn er óljóst hvort árásirnar muni hafa áhrif á veski …
Enn er óljóst hvort árásirnar muni hafa áhrif á veski neytenda. AFP

Búist er við því að verð á olíu hækki á miðnætti þegar asískir markaðir verða opnaðir á ný eftir helgina. Er það vegna tveggja drónaárása á olíuhreinsunarstöð og olíulind í eigu Saudi Aramaco, eins stærsta olíufyrirtækis heims. BBC greinir frá þessu.

Fyrirtækið er í eigu sádi-arabíska ríkisins og er Aramco stærsti olíuframleiðandi heims. Aramaco framleiðir 10% olíu heimsbyggðarinnar og er jafnframt eitt ábátasamasta fyrirtæki jarðar. Vegna árásarinnar þarf Aramaco að leggja niður helming framleiðslu sinnar eða 5% af olíuframleiðslu heimsins.

Spurningar hafa vaknað um það hvort eins ríkt fyrirtæki og Aramco hefði ekki getað komið í veg fyrir tilræðin og hvort sambærilegar árásir geti átt sér stað aftur. Sé fleiri árásum beint að olíulindum fyrirtækisins er líklegra en ella að hækkun olíuverðs verði langvarandi. 

Úr 7.464 krónum í 9.952 krónur

Tunna, mælieining sem telur um 159 lítra, af hráolíu kostaði 7.464 krónur á föstudaginn en búist er við því að verðið á tunnu gæti hækkað í 9.952 krónur eða meira vegna árásanna.

Þó að verðið hækki svo mikið þá er ekki tryggt að almenningur finni fyrir svo mikilli hækkun. Þegar viðskipti með olíu hefjast á miðnætti kemur betur í ljóst hvernig markaðurinn vinnur úr áfallinu og hvaða áhrif það hefur á verðlagningu olíu. Um þrír fjórðu af olíu Aramco fara til Asíu.

Áhrifin mögulega svipul

Svipaðir atburðir á síðari árum hafa ekki haft áhrif á olíuverð til langs tíma. Nick Butler, sérfræðingur í orkumálum á alþjóðavísu segir í samtali við BBC að áhrifin gætu verið skammvinn.

„Markaðurinn hefur aðlagað sig svipuðum aðstæðum án þess að blikna á síðustu árum. Til dæmis hvað varðar olíu frá Íran og Venesúela sem heimurinn verður af daglega af pólitískum ástæðum.“

Ef fleiri árásir verða á svæðinu hafa sérfræðingar áhyggjur af því að olíuverð muni hækka til langs tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK