Áfengi dýrast á Íslandi vegna skatta

Félag atvinnurekenda gagnrýnir áform um hækkun áfengisgjalds og boðaða hækkun …
Félag atvinnurekenda gagnrýnir áform um hækkun áfengisgjalds og boðaða hækkun álagningar ÁTVR. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Áfeng­is­verð á Íslandi er 168% hærra en meðaltalið í Evr­ópu­sam­band­inu, eða hátt í þre­falt meðal­verð og er hvergi hærra í álf­unni. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un Fé­lags at­vinnu­rek­enda þar sem vísað er í sam­an­b­urð Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, á áfeng­is­verði í Evr­ópu. Þar seg­ir að eina landið sem kom­ist ná­lægt Íslandi hvað áfeng­is­verð varðar sé Nor­eg­ur. Þar sé verðið 152% hærra en meðal­verðið í ESB. Bent er á að óá­feng­ir drykk­ir á Íslandi séu 34% dýr­ari en að meðaltali í ESB.

Fé­lag at­vinnu­rek­enda skýr­ir verðmun­inn með „gíf­ur­leg­um skött­um ís­lenska rík­is­ins“ á áfenga drykki. „Sam­kvæmt sam­an­b­urði Spi­rits Europe, sam­taka evr­ópskra áfeng­is­fram­leiðenda, frá því í byrj­un þessa árs, eru lang­hæstu áfeng­is­skatt­ar í Evr­ópu á Íslandi, eins og mynd­in sýn­ir. Í þess­um sam­an­b­urði er notuð ein­ing­in evr­ur á hektó­lítra hreins vín­anda. Áfeng­is­skatt­ur á sterkt vín er þannig meira en tvö­falt hærri en í Finn­landi og Svíþjóð, þar sem áfeng­is­verð er hæst af aðild­ar­ríkj­um ESB. Áfeng­is­gjald á bjór er þriðjungi hærra en í Finn­landi og meira en tvö­falt hærra en í Svíþjóð. Áfeng­is­skatt­ur­inn á létt­vín er tæp­lega tvö­falt hærri en í Finn­landi og nærri þre­falt hærri en í Svíþjóð,“ seg­ir á vef Fé­lags at­vinnu­rek­enda.

Komið nóg af „fá­rán­legri skattagleði?“

Fé­lag at­vinnu­rek­enda bend­ir á að í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020 sé lagt til að „bæta enn í Evr­ópu­metið“ og hækka áfeng­is­gjald um 2,5%. „Það þýðir til dæm­is að þriggja lítra kassi af 13,5% rauðvíni, sem kost­ar í dag rétt tæp­ar 7.000 krón­ur, hækk­ar um 119 krón­ur. Þá er ekki búið að taka til­lit til þeirr­ar hækk­un­ar á álagn­ingu Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins sem boðuð er í fjár­laga­frum­varp­inu. enn hef­ur ekki komið fram hversu mikið álagn­ing ÁTVR verður hækkuð og hef­ur fjár­málaráðuneytið ekki svarað fyr­ir­spurn­um Fé­lags at­vinnu­rek­enda þar um,“ seg­ir á vef fé­lags­ins.

Þar er haft eft­ir Ólafi Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóra FA, að Ísland sé komið langt fram úr þeim ríkj­um sem leggi hæsta skatta á áfenga drykki und­ir yf­ir­skini lýðheilsu­sjón­ar­miða. „Það virðast eng­in tak­mörk fyr­ir því hvað stjórn­mála­menn eru til­bún­ir að skatt­pína kaup­end­ur þess­ar­ar einu neyslu­vöru, eins og sí­felld­ar hækk­an­ir áfeng­is­gjalds­ins sýna og nú síðast áform um hækk­un á álagn­ingu ÁTVR,“ seg­ir hann.

„Við höf­um talað fyr­ir dauf­um eyr­um und­an­far­in ár, en telj­um samt ástæðu til að spyrja enn og aft­ur: Ætlar eng­inn stjórn­mála­maður að segja stopp; að nú sé komið nóg af þess­ari fá­rán­legu skattagleði?“ seg­ir Ólaf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK