Olíuverð rýkur upp

AFP

Heims­markaðsverð á hrá­ol­íu hef­ur hækkað mikið í viðskipt­um í nótt eft­ir að árás var gerð á tvö ol­íu­mann­virki í Sádi-Ar­ab­íu um helg­ina. Vegna árás­ar­inn­ar mun draga veru­lega úr olíu­fram­leiðslu í land­inu. Verð á Brent-olíu hækkaði um 12 banda­ríkja­dali tunn­an sem er það mesta, í döl­um talið, frá því fram­virk viðskipti hóf­ust með Brent árið 1988. Þetta er tæp­lega 20% hækk­un en verð á WTI-hrá­ol­íu (West Texas In­ter­media­te) hækkaði um rúma 8 banda­ríkja­dali eða 15%.

Verð á Brent og WTI lækkaði síðan aft­ur en hækk­un­in er engu að síður um 10% um klukk­an 6 að ís­lensk­um tíma. 

Árás­in í Sádi-Ar­ab­íu var gerð af upp­reisn­ar­sveit­um Húta, sem njóta stuðnings klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran, í ná­granna­rík­inu Jemen en her­sveit­ir und­ir for­ystu Sádi-Ar­aba hafa gert ít­rekaðar árás­ir á Jemen und­an­far­in fimm ár til stuðnings við stjórn­völd í Jemen.

Olíu­fyr­ir­tækið Aramco, sem er í eigu sádi­ar­ab­íska rík­is­ins, legg­ur allt kapp á að koma fram­leiðslu aft­ur í gang á fram­leiðslu­svæðum fyr­ir­tæk­is­ins sem urðu fyr­ir dróna­árás­un­um á laug­ar­dag. Þarf fyr­ir­tækið tíma­bundið að leggja niður helm­ing fram­leiðslu sinn­ar, sem er um 5% af heildarolíu­fram­leiðslu heims­ins, vegna árás­anna. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti heim­ilaði í gær að gengið yrði á vara­birgðir Banda­ríkj­anna af olíu vegna stöðunn­ar sem upp væri kom­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK