Móðurfélag United Silicon tekið til gjaldþrotaskipta

Reyna á að selja kísilverksmiðjuna United Silicon í Helguvík.
Reyna á að selja kísilverksmiðjuna United Silicon í Helguvík.

Kísill Íslands hf., móðurfélag Sameinað Silikon hf. (United Silicon) var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 12. september. Sama dag var Hilmar Gunnarsson lögmaður skipaður skiptastjóri yfir búinu. Krafa um gjaldþrotaskipti barst 19. júní.

Skorað hefur verið á alla þá, sem telja sig eiga skuldir eða önnur réttindi á hendur félaginu, að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða frá fyrri birtingu innköllunar sem átti sér stað 16. september.

Skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins verður haldinn mánudaginn 2. desember klukkan tíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka