Rekstrartekjur Core ehf., sem meðal annars flytur inn orkudrykkinn Nocco og prótínstykki frá Barbells, jukust um 57% á árinu 2018 miðað við árið 2017.
Námu tekjurnar 1,8 milljörðum króna en voru 1,1 milljarður króna árið 2017 og 440 milljónir árið 2016.
Í umfjöllun um þennan vöxt í Morgunblaðinu í dag segir Ársæll Þór Bjarnason, annar eigenda Core, breyttar neysluvenjur skýra vinsældir Nocco.