„Forréttindi að geta lækkað vexti“

Gylfi Zoega og Ásgeir Jónsson á opnum fundi í efnahags- …
Gylfi Zoega og Ásgeir Jónsson á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Íslenska hagkerfið er á leið í niðursveiflu eftir 8 ára samfelldan vöxt. Það verður vægur samdráttur, 0,2% á þessu árið og búist er við að hagkerfið taki aftur við sér á næsta ári,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem fer nú fram.

Ásamt Ásgeiri er Gylfi Zoëga, fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans einnig gestur efnahags- og viðskiptanefndar og umræðuefnið er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir fyrri hluta árs 2019.

Það fór vel á með Willum Þór Þórssyni og Gylfa …
Það fór vel á með Willum Þór Þórssyni og Gylfa Zoega fyrir fundinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir er á sínum fyrsta fundi nefndarinnar sem seðlabankastjóri og hófst fundurinn á því að formaður nefndarinnar Óli Björn Kárason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, óskaði honum til hamingju með nýja starfið. Ásgeir byrjaði á því að fara yfir stöðuna hér á landi og fór yfir það sem kom fram á fundi peningastefnunefndar í ágúst.

„Peningastefnunefnd hefur hafið vaxtalækkunarferli, gengi krónu er nokkuð stöðugt þrátt fyrir áföll í hagkerfinu og að hægt hafi á hagkerfinu,“ sagði hann og bætti við:

„En við erum með sterkar stoðir og Seðlabanki Íslands býr yfir sterkum gjaldeyrisforða. Það þykja forréttindi að geta lækkað vexti meðal vestrænna ríkja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK