Talið er að Thom­as Cook verði gjaldþrota

Flugfélagið er sagt gjaldþrota.
Flugfélagið er sagt gjaldþrota. Ljósmynd/Thomas Cook

Talið er að ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Thom­as Cook verði gjaldþrota á næstunni. Útlit er fyrir að um 150 þúsund breskir ferðamenn verði strandaglópar og níu þúsund störf í Bretlandi tapist fyrir vikið.  Þetta kemur fram á Guardian.

Í allan dag hafa forsvarsmenn fyrirtækisins átt í samningaviðræðum við fjárfesta um neyðarfjármagn til að koma í veg fyr­ir gjaldþrot. Reynt var að fá 200 millj­ón­ sterl­ings­pund, sem nemur rúmum 31 millj­arði ís­lenskra króna, inn í reksturinn.

Um klukkan tíu í kvöld voru allar ferðir á vegum félagsins teknar úr sölu eftir að sýnt þótti að samningar næðust ekki. 

Talið er að 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Þetta stefnir í um­fangs­mestu fólks­flutn­inga til Bret­lands síðan í síðari heims­styrj­öld. Á síðustu dögum hafa stjórnvöld og breska flugmálastofnunin BCAA (Britain's Civil Aviati­on Aut­ho­rity) sett upp aðgerðaáætl­un til að flytja fólkið aftur heim til Bretlands. 

Í frétt BBC um málið segir að fyrirtækið hangi á bláþræði. Samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins hafa flugvélar verið sendar á áfangastaði þar sem viðskiptavinir Thomas Cook eru til að flytja þá heim ef þurfa þykir á morgun.

Heimildamaður BBC segir ennfremur að „ákaflega ólíklegt“ sé að samningaviðræðurnar muni bera árangur.   

Ferðaþjónustufyrirtækið býður upp á ferðir til Evrópu, til landa við Miðjarðarhafið, en helstu áfangastaðirnir eru Antalya á Tyrklandi og Mallorca á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK