Aðstæður kalla á sveigjanleika og símenntun

Starfsmaður franskrar bílaverksmiðju fylgist með fullkomnum róbotum. Tæknin hefur fækkað …
Starfsmaður franskrar bílaverksmiðju fylgist með fullkomnum róbotum. Tæknin hefur fækkað störfum í iðnaði og nú er reiknað með að mörg skrifstofu- og þjónustustörf muni hverfa. Framtíðin krefst aðlögunarhæfni. AFP

Framtíðin er í senn spennandi og ógnvekjandi. Allar horfur eru á að á komandi árum og áratugum muni tæknin taka risastökk fram á við og gjörbreyta vinnumarkaðinum. Gervigreind og sjálfvirkni eiga eftir að auka verðmætasköpun og skilvirkni og um leið gera sum störf með öllu óþörf. Okkur langar öll að njóta ávaxta framfaranna en óttumst líka að tæknin muni hafa af okkur lifibrauðið.

Alexandra Levit segir að þeir sem vilji græða á þróuninni, frekar en verða fórnarlömb hennar, þurfi að setja sig í réttar stellingar, en einnig þurfa stjórnendur að laga sig að breyttum tímum og búa sig undir að þurfa að leiða allt annars konar vinnustað.

Levit er aðalfyrirlesari á ráðstefnu sem Origo heldur á morgun, 24. september, undir yfirskriftinni Hvers konar hæfni þarf starfsfólk árið 2030? Hún er framtíðarfræðingur, metsöluhöfundur og ráðgjafi og þykir í hópi heimsins fremstu sérfræðinga á sínu sviði.

Listin að stjórna Z-kynslóðinni

Hvað hlutverk stjórnandans snertir segir Levit að unga fólkið sem núna er að koma inn á vinnumarkaðinn nálgist stöf sín með öðrum hætti en eldri kynslóðir og stjórnunaraðferðir sem áður hafi reynst vel séu óðum að úreldast. „Þetta er Z-kynslóðin svokallaða – fólk fætt eftir 1996 – sem hefur upp til hópa tileinkað sér annars konar viðhorf, áherslur og vinnubrögð en kynslóðirnar sem á undan komu. Um er að ræða drífandi og tæknivædda kynslóð sem hefur alist upp við það að biðja Siri eða Google um svar í hvert skipti sem spurning brennur á þeim. Þau vilja taka virkan þátt frekar en að hlýða fyrirmælum og finnst brýnt að geta séð árangurinn af störfum sínum,“ útskýrir Levit.

Eftir því sem þessi kynslóð verður meira áberandi á vinnustöðum, og eftir því sem viðfangsefni fyrirtækja og stofnana breytast í takt við nýja tíma, þurfa stjórnendur að nálgast áskoranir vinnudagsins með öðrum hætti. „Þetta nýja umhverfi kallar á að þjálfa fólk og leiðbeina með öðrum hætti, og ekki lengur hægt að ganga að því sem vísu að stjórnandinn geti einfaldlega gefið fyrirmæli og þeim verði síðan fylgt.“ 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK