Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar í máli ALC

mbl.is/​Hari

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði í síðasta mánuði kröfu Isa­via þar sem þess var kraf­ist að úr­sk­urður Héraðsdóms Reykja­ness í deil­unni við ALC yrði felld­ur úr gildi. Héraðsdóm­ur úr­sk­urðaði um miðjan júlí að Isa­via skyldi af­henda ALC Air­busþotu sem hafði verið kyrr­sett á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Fram hefur komið að ALC hafði krafist þess að sér yrði heimilað að fá þotuna tekna með beinni aðfarargerð úr vörslum Isavia og afhent sér.

Með úrskurði héraðsdóms var krafa ALC tekin til greina og kveðið á um að málskot frestaði ekki aðfarargerðinni.

Í úrskurði Landsréttar, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að ALC hefði þegar fengið umráð þotunnar.

Var því talið að Isavia hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að hnekkja niðurstöðu héraðsdóms og málinu því vísað frá Landsrétti.

Isavia skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. september og krafðist þess að hinn kærði úrskurður „verði felldur úr gildi og breytt á þann veg“ aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að hafnað verði kröfu varnaraðila um að honum verði heimilað að fá loftfar af gerðinni Airbus A321-211, með skráningarnúmerið TF-GPA, tekið með beinni aðfarargerð úr vörslum sóknaraðila og afhent sér, eins og segir í dómi Hæstaréttar.

Að því frágengnu krafðist Isavia þess að viðurkennt yrði „að skilyrði hafi skort fyrir fullnustu þeirra réttinda sem varnaraðili krafðist á grundvelli hins kærða úrskurðar með aðfarargerð sýslumannsins á Suðurnesjum 18. júlí 2019.“ Þá krefst Isavia þess að viðurkennt verði „að skilyrði hafi skort til að hafna kröfu sóknaraðila um að málskot til Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar frestaði réttaráhrifum aðfarargerðarinnar.“ 

ALC kærði úrskurð Landsréttar fyrir sitt leyti 11. september 2019. Hann krafðist staðfestingar hins kærða úrskurðar og málskostnaðar á öllum dómstigum.

Hæstiréttur staðfeseti hins vegar niðurstöðu Landsréttar að vísa kröfum sóknaraðila frá dómi. Jafnframt var staðfest sú niðurstaða úrskurðarins að fella niður málskostnað í héraði og kærumálskostnað fyrir Landsrétti..

Var Isavia jafnframt gert að greiða ALC 500.000 krónur í kærumálskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK