SAF fylgjast með í kjölfar gjaldþrots

Talið er að um hálf milljón farþega sé á ferðalagi …
Talið er að um hálf milljón farþega sé á ferðalagi á vegum Thomas Cook víðsvegar um heiminn. AFP

„Við erum að fylgjast með hvernig þessu vindur fram og reyna að átta okkur á stöðunni. Það er svolítið flókið þar sem við erum ekki með á einum stað hvaða fyrirtæki skipta við hverja en við bíðum bara eftir að heyra í félagsmönnum okkar varðandi þetta,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, um gjaldþrot breska ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook.

Jóhannes segir þó að við fyrstu sýn virðist áhrif gjaldþrotsins á íslenska ferðaþjónustu ekki ætla að verða mjög víðtæk.

Thomas Cook bókar ferðir með öðrum flugfélögum til Íslands.
Thomas Cook bókar ferðir með öðrum flugfélögum til Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þeir virðast ekki hafa verið með mjög víðtæka sölu á ferðum hingað til lands þó að það hafi verið eitthvað. Við höfum ekki nægilega góðar upplýsingar um umfangið en okkur virðist að það sé ekki mjög mikið. Við bara fylgjumst með og reynum að átta okkur á stöðunni.“

Enginn Íslendingur leitað aðstoðar utanríkisráðuneytisins

Thom­as Cook er rót­gróið breskt ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki sem stofnað var fyr­ir 178 árum. Talið er að um hálf milljón farþega sé á ferðalagi á vegum Thomas Cook víðsvegar um heiminn, þar af um 150.000 Bretar.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við mbl.is að ráðuneytið hafi ekki fengið veður af vandræðum Íslendinga vegna gjaldþrotsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK