Æðstu stjórnendur VW ákærðir fyrir markaðsmisnotkun

AFP

Þrír stjórnendur hjá Volkswagen, tveir núverandi og einn fyrrverandi, hafa verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við útblásturssvindl fyrirtækisins. 

Herbert Diess, forstjóri Volkswagen, Hans Dieter Pötsch, stjórnarformaður VW, og Martin Winterkorn, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru sakaðir um að hafa beðið með að veita fjárfestum upplýsingar um fjárhagserfiðleika fyrirtækisins, að því er segir í ákæru saksóknara.

Árið 2015 viðurkenndi VW að hafa notað sérstakan hugbúnað til að svindla á mælingum á útblæstri VW-bifreiða. 

Hans Dieter Pötsch, stjórnarformaður Volkswagen, Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri VW, …
Hans Dieter Pötsch, stjórnarformaður Volkswagen, Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri VW, og Herbert Diess, núverandi forstjóri fyrirtækisins. AFP

Talsmenn fyrirtækisins segjast vera þess fullvissir að enginn fótur sé fyrir þessum ásökunum. Lögmenn VW sögðu í samtali við Reuters í dag að Diess mundi sitja áfram sem forstjóri félagsins.

Í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi fréttastofu Bloomberg segir að VW hafi undanfarin fjögur  ár rannsakað málið í þaula með aðstoð innlendra og erlendra lögmanna. Niðurstaðan sé ljós, þ.e. að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 

Herbert Diess.
Herbert Diess. AFP

Lögmenn Winterkorn og Pötsch hafa látið hafa eftir sér að tvímenningarnir séu saklausir. Lögmaður Diess segir að forstjórinn hafi ekki gengið til liðs við Volkswagen fyrr en í júlí 2015 og hafi því ekki gert sér grein fyrir hversu umfangsmikið hneykslismálið hefði verið, að því er segir á vef BBC

Útblásturshneykslið leit dagsins ljós í september 2015 þegar forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenndu að búið væri að setja sérstakan hugbúnað í rúmlega 600.000 bifreiðar, sem voru seldar í Bandaríkjunum, sem gerðu þeim kleift að falsa niðurstöður í útblástursprófana. Það kom svo í ljós að þennan búnað var að finna í milljónum bifreiða víða um heim, en búnaðinum var komið fyrir á milli áranna 2009 og 2015. 

Winterkorn lét af störfum sem forstjóri í kjölfarið og Diess tók við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK