„Óhjákvæmilegt“ að kæra til Hæstaréttar

Málið á rætur sínar að rekja til Airbus-þotu ALC sem …
Málið á rætur sínar að rekja til Airbus-þotu ALC sem WOW air var með á leigu. mbl.is/​Hari

„Niðurstaða liggur nú fyrir hvað varðar þennan tiltekna úrskurð héraðsdóms. Isavia fer nú yfir niðurstöður málsins og metur næstu skref, enda hefur enn ekki verið tekin afstaða til efnislegs ágreinings um réttmæti kyrrsetningarinnar og túlkun Landsréttar í málinu frá 24. maí.“

Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is spurður um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í gær í máli Isavia gegn ALC.

Hæstirétt­ur staðfesti í gær úr­sk­urð Lands­rétt­ar sem hafnaði í síðasta mánuði kröfu Isa­via um að úr­sk­urður Héraðsdóms Reykja­ness í deil­unni við ALC yrði felld­ur úr gildi. Héraðsdóm­ur úr­sk­urðaði um miðjan júlí að Isa­via skyldi af­henda ALC Air­busþotu sem hafði verið kyr­sett á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Með úr­sk­urði héraðsdóms var krafa ALC tek­in til greina og beiðni Isa­via um frest­un réttaráhrifa þangað til að niðurstaða æðri dóm­stóls lægi fyr­ir var hafnað. Flug­vél­in var svo far­in úr landi nokkr­um dög­um síðar. Í úr­sk­urði Lands­rétt­ar, sem staðfest­ur var í Hæsta­rétti með vís­an til for­sendna hans, kom fram að ALC hefði þegar fengið umráð yfir þot­unni og talið að Isa­via hefði ekki leng­ur lögv­arða hags­muni af því að hnekkja niður­stöðu héraðsdóms.

Um verulega hagsmuni Isavia að ræða

Í samtali við mbl.is fyrr í morgun sagði Oddur Ástráðsson lögmaður ALC að honum hefði þótt „pínulítið merkilegt að Isavia“ hafi kært úrskurð héraðsdóms til bæði Landsréttar og svo Hæstaréttar í ljósi dómafordæma. Spurður um þau ummæli Odds sagði Guðjón að annað hefði verið óhjákvæmalegt vegna hagsmuna Isavia.

„Það var óhjákvæmilegt annað en að Isavia leitaði áfram með málið til bæði Landsréttar og síðan Hæstaréttar þar sem um verulega hagsmuni var að ræða fyrir félagið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK