Jómfrúin hverfur af Hlemmi mathöll

Jómfrúin og Jæja hætta starfsemi á Hlemmi Mathöll.
Jómfrúin og Jæja hætta starfsemi á Hlemmi Mathöll. mbl.is/Árni Sæberg

Jómfrúin er búin að selja aðstöðu og leigusamning sinn á Hlemmi mathöll þar sem Jómfrúin rak tvo bása í dótturfélagi sínu Kórónu ehf. Staðirnir Jómfrúin og Jæja munu því hverfa af Hlemmi og forsvarsmenn Jómfrúarinnar munu einbeita sér að rekstrinum íLækjargötu.

Kaupendur eru veitingamennirnir Herborg Svana Hjelm og Birgir Rafn Reynisson. Síðasti rekstrardagur Jómfrúarinnar og Jæja á Hlemmi verður 29. september.

„Rekstur okkar á Hlemmi hefur verið töluvert þungur og var það eiginlega allt síðasta ár þó að árið í ár hafi verið betra. Það er þó ekki þannig að þetta sé eitthvað sem við ætlum okkur að hanga á heldur ætlum við að einbeita okkur að Lækjargötunni og kjarnastarfseminni,“ segir Jakob E. Jakobsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Jómfrúarinnar, í samtali við mbl.is.

Hann tekur það fram að ekki sé verið að selja reksturinn sem slíkan heldur einungis aðstöðuna og leigusamninginn við rekstraraðila mathallarinnar á Hlemmi og að salan muni engin áhrif hafa á reksturinn í Lækjargötu.

Jómfrúin sérhæfir sig í smurbrauði að dönskum sið.
Jómfrúin sérhæfir sig í smurbrauði að dönskum sið. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK