Samspil orku og ferðamennsku rætt á Charge

Friðrik Larsen, annar til vinstri, heldur Charge ráðstefnuna í fjórða …
Friðrik Larsen, annar til vinstri, heldur Charge ráðstefnuna í fjórða sinn í ár. Teymi hans hefur haft í nógu að snúast í undirbúningnu. Árni Sæberg

Dr. Friðrik Larsen heldur ráðstefnuna Charge Energy í fjórða skiptið dagana 30. september og 1. október í næstu viku. Að vanda verður fjallað um vörumerkjastjórnun (e. branding) og samspil hennar við orkumarkaðinn en bryddað verður upp á nýjum vinklum í ár.

„Í fyrstu tvö skiptin höfðum við heimspekilega nálgun á viðfangsefnið; hvað er vörumerkjastjórnun og af hverju notum við hana, sem þá var nýtt fyrir orkugeirann. Verkfræðingar hugsa á sinn hátt um hlutina en það þarf öðruvísi hugsun nú til dags. Allt í einu skiptir kúnninn máli, af holdi og blóði, en ekki bara mælirinn. Í fyrra var rætt um hvernig við ættum að snúa okkur í þessum málum en í ár gerum við þetta allt, nema að við bætum sjálfbærni- og nýsköpunarvinkli við,“ segir Friðrik.

Hann nefnir að fyrirtæki á borð við Apple og Amazon séu að koma með lausnir inn í orkugeirann. Það sé að hluta til nýsköpunarvinkillinn.

„Það var t.d. rannsókn sem var gerð nýlega þar sem fólk var spurt: Ef þú gætir keypt þér Apple Energy – myndirðu gera það? 60% sögðu já. Þetta snýst um vörumerki og fólk kaupir vörumerki,“ segir Friðrik og heldur áfram.

„Ein sviðsmynd framtíðar er að við verðum með heimavindmyllur eða heimasólarsellu. Þá eru það önnur fyrirtæki en núverandi orkufyrirtæki sem munu stökkva inn í að uppfylla þá þörf nema að orkufyrirtækin passi sig og verði ekki eftir.“ 140 erlendir gestir koma til Íslands á ráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu en búist er við álíka fjölda íslenskra gesta. 50 íslenskir og erlendir fyrirlesarar munu flytja erindi og þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Undirbúningur fyrir ráðstefnuna hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Einn af aðalfyrirlesurunum, Peter Terium, sem eitt sinn var forstjóri stærsta orkufyrirtækis í Þýskalandi, RWE, og nú stýrir NEOM-verkefninu í Sádi-Arabíu, þurfti nýlega að afboða sig vegna drónaárásar sem gerð var á olíuhreinsistöðvar þar í landi þar sem mikið fjármagn hefur verið sett í þróun sjálfbærra leiða því Sádarnir vita að olían er ekki sjálfbær auðlind.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK