Fjárfesta fyrir 102 milljarða á næstu 6 árum

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög þess munu fjárfesta fyrir 102 milljarða …
Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög þess munu fjárfesta fyrir 102 milljarða á næstu sex árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orkuveita Reykjavíkur mun verja 102 milljörðum króna í viðhalds- og nýfjárfestingar á næstu sex árum samkvæmt fjárhagsspá sem var samþykkt í stjórn Orkuveitunnar í dag. Nær fjárhagsspáin til áranna 2020-2025.

Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni vegna málsins að fjárhagur félagsins sé traustur og engra stórra breytinga sé að vænta í tekjum eða gjöldum á næstu árum. Auk móðurfélagsins nær spáin til Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Allsherjaruppfærsla á orkumælum Veitna er stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið á tímabilinu en einnig er gert ráð fyrir byggingu nýrrar aðveitustöðvar rafmagns sem getur þjónað farþegaskipum í Sundahöfn.

Gert er ráð fyrir að nettóskuldir Orkuveitunnar lækki um 35 milljarða á tímabilinu, arðgreiðslur til eigenda verði 15 milljarðar og að ljúka lagningu ljósleiðara til heimila í þéttbýli Reykjanesbæjar, Árborgar og Voga á Vatnsleysuströnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK