Verra útlit hjá TM en spáð var fyrir um

Höfuðstöðvar TM.
Höfuðstöðvar TM. Ljósmynd/Aðsend

Útlit er fyr­ir að af­koma TM á þriðja árs­fjórðungi verði allt að 500 millj­ón­um lak­ari en spá gerði ráð fyr­ir. Er það vegna verri af­komu fjár­fest­inga­tekna og þró­un­ar á mörkuðum. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá TM til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt af­komu­spá sem gef­in var út sam­hliða upp­gjöri ann­ars árs­fjórðungs var áætlað að fjár­magn­s­tekj­ur og aðrar tekj­ur fé­lags­ins yrðu um 215 millj­ón­ir og að hagnaður fé­lags­ins fyr­ir skatta yrði 147 millj­ón­ir. Sam­kvæmt af­komu­viðvör­un­inni er hins veg­ar gert ráð fyr­ir að fjár­fest­inga­tekj­ur og aðrar tekj­ur verði nei­kvæðar um 225-275 millj­ón­ir. Er því sam­tals um að ræða 440-490 millj­ón­um króna verri af­komu en gert var ráð fyr­ir upp­haf­lega, sem er tals­vert hærri upp­hæð en ráðgerður hagnaður tíma­bils­ins.

Lang­stærsti hluti frá­viks­ins skýrist af óvæntri og veru­legri niður­færslu á gengi fast­eigna­sjóðs, en einnig er verri af­koma af hluta­bréf­um og hluta­bréfa­sjóðum sem skýrist af lækk­un­um á markaði frá því að spá­in var gef­in út, seg­ir í af­komu­viðvör­un­inni. Þá er tekið fram að þar sem fjórðung­ur­inn er ekki á enda þá sé enn nokk­ur óvissa í fram­an­greind­um töl­um.

Upp­gjör þriðja árs­fjórðungs verður birt 23. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK