Sena, Sena Live og CP Reykjavík sameinast í eitt félag

Sena Live hefur haldið stórtónleika á borð við Ed Sheeran, …
Sena Live hefur haldið stórtónleika á borð við Ed Sheeran, Justin Timberlake, Justin Bieber, uppistandssýningar með öllum helstu grínistum heims, auk árlegra viðburða á borð við Jólagesti Björgvins og tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirtækin Sena, Sena Live og CP Reykjavík hafa sameinast í eitt félag undir nafninu Sena. Starfsemi Senu skiptist nú í tvö grunnsvið: viðburði og afþreyingu. Áætluð velta sameinaðs félags árið 2019 er um 4,7 milljarðar króna, fastir starfsmenn eru 28 talsins, og um 110 starfsmenn eru í hlutastörfum.

Félagið Sena er eftir sameininguna í eigu Jóns Diðriks Jónssonar og lykilstjórnenda, að því er segir í tilkynningu. 

„Sena Live er í dag fremsti tónleikahaldari landsins og hefur haldið stórtónleika á borð við Ed Sheeran, Justin Timberlake, Justin Bieber, uppistandssýningar með öllum helstu grínistum heims, auk árlegra viðburða á borð við Jólagesti Björgvins og tónlistarhátíðina Iceland Airwaves.

CP Reykjavík er leiðandi á Íslandi þegar kemur að fyrirtækjaviðburðum, hvataferðum og ráðstefnum. Má þar nefna skipulagningu ferða kaupstefnunnar Vestnorden og ráðstefnu norrænna ljósmæðra.

CP Reykjavík hefur einnig umsjón með skipulagningu árshátíða margra stærstu fyrirtækja landsins á borð við Bláa Lónið, Ölgerðina, og Íslandsbanka. Þá sér CP Reykjavík um sérhannaðar ferðir erlendra viðskiptahópa og fyrirtækja til Íslands.

Sena Live keypti í september í fyrra meirihluta CP Reykjavík, en frá og með 1. október munu rekstareiningarnar þrjár sameinast í eitt félag,“ segir í tilkynningu. 

Sem fyrr segir skiptist starfsemi Senu nú í tvö grunnsvið: viðburði og afþreyingu.

„Undir viðburðasviðið heyra annars vegar lifandi sýningar, svo sem tónleikar, uppistönd og Iceland Airwaves og hins vegar fyrirtækjaviðburðir, svo sem ráðstefnur, hvataferðir og árshátíðir. Undir afþreyingarsviðið heyrir dreifing kvikmynda, Playstation og rekstur kvikmyndahúsa. Framkvæmdastjóri viðburðasviðs er Ísleifur B. Þórhallsson og framkvæmdastjóri afþreyingarsviðs er Konstantín Mikaelsson,“ segir ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK