Skuldabréfaútboð vekur spurningar

Kvika stefnir að því að sameina starfsemi GAMMA við dótturfélag …
Kvika stefnir að því að sameina starfsemi GAMMA við dótturfélag sitt, Júpiter rekstrarfélag hf. mbl/Arnþór Birkisson

Sig­urður Viðars­son, for­stjóri trygg­inga­fé­lags­ins TM, seg­ir í Morg­un­blaðinnu í dag, að það sé grafal­var­legt mál að fast­eigna­fé­lagið Upp­haf, sem er í eigu fast­eigna­sjóðsins GAMMA: Novus, sem nú hef­ur misst á skömm­um tíma nær allt sitt eigið fé, sem sagt er að hafi um síðustu ára­mót verið um 5,2 millj­arðar króna, hafi farið í skulda­bréfa­út­boð í maí síðastliðnum þar sem stöðunni var lýst sem allt ann­arri.

„Þetta kem­ur okk­ur veru­lega á óvart því þessi sami sjóður (sem Kvika, eig­andi GAMMA, til­kynnti um í gær að væri í um­tals­vert verri stöðu en gert hefði verið ráð fyr­ir) var að selja skulda­bréf í maí á þessu ári þar sem stöðunni var lýst sem allt ann­arri,“ seg­ir Sig­urður.

Spurður að því hvort þetta sé eitt­hvað sem þurfi að skoða nán­ar, seg­ir Sig­urður að það verði sjálfsagt skoðað og allt í kring­um þessi viðskipti, eins og hann orðar það. „Ég myndi halda að skulda­bréfa­eig­end­ur myndu alla­vega vilja skoða málið vel,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK