Um 400 milljóna tap á 3. ársfjórðungi

Drög að árs­hluta­upp­gjöri VÍS á þriðja árs­fjórðungi og mat á horf­um til árs­loka sýna að vænt af­koma fé­lags­ins er óhag­stæðari en af­komu­spá gerði ráð fyr­ir. Sam­kvæmt drög­un­um er af­koma fé­lags­ins á þriðja árs­fjórðungi nei­kvæð um 370-420 millj­ón­ir króna fyr­ir skatta en af­komu­spá fé­lags­ins gerði ráð fyr­ir hagnaði fyr­ir skatta upp á 138 millj­ón­ir króna á sama tíma­bili.

VÍS seg­ir í til­kynn­ingu að ástæður séu margþætt­ar, en þyngst vegi verri af­koma af skráðum hluta­bréf­um í eigu fé­lags­ins.

„Í ljósi frétt­ar sem birt var af Kviku banka um lækk­un á virði fast­eigna­sjóðs á veg­um GAMMA þann 30.09. sl. upp­lýs­ist að niður­færsla fé­lags­ins á gengi hlut­deild­ar­skír­teina í eigu þess í sjóðnum GAMMA Novus nem­ur 155 millj­ón­um króna.

Miðað við fyr­ir­liggj­andi for­send­ur áætl­ar fé­lagið að hagnaður árs­ins 2019 fyr­ir skatta verði um 2.650 millj­ón­ir króna, en af­komu­spá fé­lags­ins gerði ráð fyr­ir hagnaði upp á 3.006 millj­ón­ir króna fyr­ir skatta. Fé­lagið til­kynn­ir að öðru óbreyttu sér­stak­lega ef frá­vik frá vænt­um hagnaði árs­ins 2019 fyr­ir skatta er um­fram 10%,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Tekið er fram að upp­færð spá vegna árs­ins 2019 verði birt sam­hliða birt­ingu árs­hluta­upp­gjörs 3. árs­fjórðungs 23. októ­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK