Hlutabréf Kviku lækkuðu um 5,1% í dag

Bréf Kviku banka lækkuðu mest í dag, en miklar lækkanir …
Bréf Kviku banka lækkuðu mest í dag, en miklar lækkanir voru á mörkuðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag og hefur gengi flestra hlutabréfa lækkað. Við lokun markaða í dag höfðu hlutabréf Kviku banka lækkað mest eða um 5,1%, en viðskipti með bréf bankans námu 186 milljónum króna. Kemur lækkunin í kjölfar frétta af erfiðleikum GAMMA, dótturfélags Kviku banka.

Þá lækkuðu bréf VÍS um 3% í 144 milljóna viðskiptum. Tryggingafélagið tilkynnti nýverið 370 til 420 milljón króna tap á þriðja ársfjórðungi og má tapið meðal annars að rekja til lækkunar fasteignasjóðs á vegum GAMMA.

Þá lækkuðu bréf Brims um 2,4%, Icelandair Group um 2,3% og Arion banka um 1,6%. Einnig lækkuðu bréf fasteignafélaganna Regins, 1,5%, og Reita, 1,4%, en bréf fasteignafélagsins Heimavalla hækkuðu um 1,7% og voru jafnframt einu hlutabréfin sem hækkuðu í Kauphöll Íslands í dag.

Mestu viðskiptin í Kauphöllinni voru með hlutabréf Marel og voru þau um það bil 420 milljónir króna, en gengi bréfa félagsins lækkuðu um 1,16% í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK