Skuldabréfaeigendur með nýtt fé

Fasteignasjóðirnir GAMMA: Anglia og GAMMA: Novus eiga í fjárhagsvanda, en …
Fasteignasjóðirnir GAMMA: Anglia og GAMMA: Novus eiga í fjárhagsvanda, en unnið er að lausn málsins. mbl.is/Arnþór Birkisson

Áætl­un nýrra for­svars­manna fast­eigna­sjóðsins GAMMA: Novus, sem lækkaði metið eigið fé sitt úr um 3,9 millj­örðum króna niður í 40 millj­ón­ir króna á mánu­dag, fel­ur meðal ann­ars í sér að skulda­bréfa­eig­end­ur sem keyptu í skulda­bréfa­út­boði fast­eigna­fé­lags­ins Upp­hafs, sem er að fullu í eigu GAMMA: Novus, í maí sl., komi með nýtt fé inn í fé­lagið til að bæta stöðu þess. Nafn­v­irði út­gáf­unn­ar í maí var 2,7 millj­arðar króna, en um það bil 20 aðilar keyptu í því útboði.

Máni Atla­son nýráðinn fram­kvæmda­stjóri GAMMA Capital Mana­gement hf., sem er í eigu Kviku banka, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að fjár­fest­arn­ir hafi nokkra daga til að meta hvort þeir taki þátt í nýju skulda­bréfa­út­boði. „Upp­haf er núna í fram­kvæmdafasa og ljóst að fyrri áætlan­ir um fjárþörf vegna fram­kvæmd­anna stand­ast ekki. Það er því nauðsyn­legt að fá inn nýtt fé, ann­ars stoppa all­ar fram­kvæmd­ir. Vinna við öfl­un fjár­magns er langt kom­in. Það eru mik­il verðmæti inni í fé­lag­inu og við telj­um okk­ur hafa lagt fram trú­verðuga áætl­un sem er lík­leg til að verja verðmæti skulda­bréfa­eig­enda en það er ljóst að kröfu­haf­ar Upp­hafs þurfa að vinna með okk­ur að lausn máls­ins,“ seg­ir Máni. Fund­ur kröfu­hafa hef­ur verið boðaður og verður hald­inn í næstu viku.

Eins og kom fram í máli Sig­urðar Viðars­son­ar, for­stjóra TM, í frétt í Morg­un­blaðinu í gær, var stöðunni [stöðu Upp­hafs] lýst sem „allt ann­arri“, eins og Sig­urður orðaði það, þegar skulda­bréf­in voru seld í maí. Sagðist hann halda að skulda­bréfa­eig­end­ur myndu vilja skoða málið vel. TM var einn fjár­festa í því útboði.

Máni seg­ir að nýtt teymi hafi komið inn í GAMMA í júlí og hann sjálf­ur um helg­ina. Hann geti því ekki svarað til um skulda­bréfa­út­boðið í maí sl. „Við kom­um að sjóðnum ný­lega. All­ur okk­ar fókus er á að upp­lýsa fjár­festa um stöðu mála og að verja verðmæti eigna sjóðsins.“

Að sögn Mána eru helstu ástæður á mikl­um mun á mati á virði eig­in fjár sjóðsins end­ur­mat á end­ur­sölu­v­irði og kostnaðar­hækk­an­ir. „Svo beit­um við ann­arri aðferð við að meta fjár­magns­kostnað en fyrri um­sjón­ar­menn sjóðsins gerðu.“

Gamma: Anglia lækk­ar einnig mikið

Auk GAMMA: Novus hef­ur gengi ann­ars fag­fjár­festa­sjóðs GAMMA, GAMMA: Anglia verið fært úr 105 í 55. Þannig hef­ur virði hans lækkað úr jafn­v­irði 2,6 millj­örðum króna í tæp­an 1,5 millj­arð króna. „Okk­ar ráðgjaf­ar eru í Bretlandi núna að fara í saum­ana á því verk­efni einnig,“ seg­ir Máni.

Í til­kynn­ingu frá GAMMA seg­ir að við mat á stöðu GAMMA: Anglia hafi komið í ljós að verk­stjórn eins sam­starfsaðila sjóðsins í Bretlandi hafi verið veru­lega ábóta­vant og kostnaður van­met­inn.

„Hef­ur sjóður­inn fært fjár­fest­ing­ar sem gerðar voru í sam­starfi við um­rædd­an aðila niður, auk kostnaðar við und­ir­bún­ing bygg­ing­ar fjöl­býl­is­húss sem hafnað var af skipu­lags­yf­ir­völd­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og því er bætt við að nýir aðilar hafi fengn­ir til að hafa um­sjón með verk­efn­um GAMMA: Anglia í Bretlandi.

„For­gangs­verk­efni hjá nýju teymi GAMMA: Anglia til næstu mánaða er að há­marka end­ur­heimt­ur skír­tein­is­hafa.“

Frétt­in birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag, en inn í niður­lag henn­ar hef­ur verið bætt upp­lýs­ing­um sem fram komu í til­kynn­ingu GAMMA í morg­un.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK