Upphaf hunsaði áætlun

Kársnes í Kópavogi.
Kársnes í Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fram­kvæmda­stjóri verk­fræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna bygg­ing­ar 129 íbúða á Kárs­nesi seg­ir að kostnaðaráætl­un fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið hunsuð og stjórn­end­ur Upp­hafs fast­eigna­fé­lags, sem er í eigu GAMMA, hafi samið aðra áætl­un inn­an­húss og kynnt hana hags­munaaðilum. Sú áætl­un hafi verið veru­lega vanáætluð. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

„Við vís­um því al­farið á bug að óeðli­leg­ar greiðslur hafi borist til okk­ar og skilj­um ekki hvaðan sú umræða kem­ur,“ seg­ir Ásmund­ur Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri verk­fræðistof­unn­ar, að því er seg­ir í Frétta­blaðinu. 

Kvika banki eignaðist GAMMA Capital Mana­gement hf. í mars á þessu ári og hef­ur fé­lagið verið dótt­ur­fé­lag bank­ans síðan þá. Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur verið unnið að end­ur­skipu­lagn­ingu á eign­a­stýr­ing­ar­starf­semi bank­ans og líkt og til­kynnt var 2. sept­em­ber sl. er stefnt að sam­ein­ingu á eigna- og sjóðastýr­inga­starf­semi sam­stæðunn­ar í eitt dótt­ur­fé­lag. Næstu skref við end­ur­skipu­lagn­ingu á eign­a­stýr­ing­ar­starf­semi sam­stæðunn­ar verða að færa starf­semi eign­a­stýr­ing­ar Kviku inn í Júpíter rekstr­ar­fé­lag hf., dótt­ur­fé­lag bank­ans. Í kjöl­farið er stefnt að því að sam­eina starf­semi GAMMA og Júpíters.

Komið hef­ur í ljós að staða tveggja fag­fjár­festa­sjóða í rekstri GAMMA, þ.e. GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, er um­tals­vert verri en gert hafði verið ráð fyr­ir. Hef­ur skráð gengi þeirra verið lækkað sem því nem­ur. Lækk­un á gengi sjóðanna hef­ur ekki áhrif á áætlaða af­komu Kviku á ár­inu 2019. Af­komu­spá Kviku var hækkuð í annað sinn á ár­inu sam­hliða birt­ingu hálfs­árs­upp­gjörs og er áætlað að af­koma á ár­inu 2019 verði 2.900 m.kr. fyr­ir skatta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK