Eyða minna fé í bílinn

Fólk eyðir minna fé í eldsneyti og annan kostnað vegna …
Fólk eyðir minna fé í eldsneyti og annan kostnað vegna bíla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stærsti hluti innlendrar kortaveltu í ágúst fór til verslunar eða rúmlega helmingur. Næststærsta liðnum eða 18% veltunnar í ágúst var varið til kaupa á ýmissi þjónustu og var þjónusta tengd fjármála- og tryggingastarfsemi þar fyrirferðarmest. Þriðji stærsti útgjaldaliður Íslendinga í ágúst var kaup á eldsneyti og útgjöld tengd viðhaldi og viðgerðum bifreiða. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagdeildar Landsbankans.

Ef litið er til breytinga frá því í ágúst í fyrra hefur velta dregist hlutfallslega mest saman í þeim lið sem tengist bifreiðum, þ.e.a.s. kaupum á eldsneyti og viðgerðarþjónustu bifreiða, eða alls um 13% að raunvirði. Eldsneytiskaup drógust saman um 3% en viðgerðir og viðhald bifreiða um 24%. Minna viðhald bifreiðar er ef til vill vísbending um að bílaflotinn sé að yngjast.

7% samdráttur í tollfrjálsri verslun

Aðrir liðir sem drógust einnig saman í ágúst, þó ekki jafn mikið, voru útgjöld til verslunar og þjónustu. Mesti samdráttur einstakra undirliða verslunarinnar var í tollfrjálsri verslun sem dróst saman um 7% að raunvirði milli ára í ágúst. Þetta kemur ekki á óvart þar sem brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í ágústmánuði voru 14% færri en á sama tíma fyrir ári og má gera ráð fyrir að megnið af tollfrjálsri verslun fari fram á Keflavíkurflugvelli.

Í ágúst jókst velta í fataverslunum að raunvirði um 14% milli ára sem er mesti vöxtur á meðal undirliða verslunar milli tímabila. Færri utanlandsferðir gætu haft hér áhrif þar sem landsmenn eru ef til vill að kaupa í auknum mæli föt hér á landi sem annars hefðu verið keypt í verslunarferðum erlendis.

Hagsjá Landsbankans í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK