Siðferðislega rangt að geyma fé hjá Gamma

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, seg­ir að ákveðið hafi verið að taka alla sjóði úr stýr­ingu hjá Gamma síðasta sum­ar vegna þess að það væri siðferðis­lega rangt hjá verka­lýðsfé­lagi að geyma fé hjá Gamma; fé­lagi sem rústaði markaði þeirra sem hafa lítið á milli hand­anna.

Þetta kom fram í máli Sól­veig­ar Önnu í Víg­lín­unni á Stöð 2.

Rætt var um mál­efni Gamma eft­ir fregn­ir síðustu viku þess efn­is að gengi GAMMA: Novus sjóðsins var skrúfað úr 183 niður í 2 eft­ir end­ur­mat á eign­um og stöðu fast­eigna­fé­lags­ins.

Eigið fé sjóðsins nær þurrkaðist út við end­ur­matið, sem átti sér stað á þessu ári eft­ir að Kvika banki keypti Gamma.

„Þó ákvörðun hafi ekki tek­in með spá­manns­gler­augu á nef­inu var þetta hin eina rétta ákvörðun,“ sagði Sól­veig Anna.

Hún sagðist aðspurð ekki hafa svarið því hvort Efl­ing hefði tapað fjár­mun­um á því ef stétt­ar­fé­lagið hefði haft sjóði sína áfram í stýr­ingu hjá Gamma. Ákvörðunin hafi þegar öllu var á botn­inn hvolft verið hár­rétt. 

„Efl­ing­ar­fólk hef­ur samt sem áður tapað gríðarlega á þeirri ömurð sem hef­ur fengið að viðgang­ast hér á hús­næðismarkaði. Það hef­ur ekk­ert verið gert til að tryggja bygg­ingu þess sem við þurf­um. Þessi mál voru lát­in í hend­urn­ar á markaðnum sem all­ir hljóta að viður­kenna að mun aldrei nokk­urn tím­ann geta leyst mál­in sem koma að lág­tekju­fólki,“ sagði Sól­veig Anna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK