Ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu

Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. mbl.is/​Hari

Gylfi Magnús­son, dós­ent við viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands, seg­ir að umræða um líf­eyri­s­kerfið sé oft „víðs fjarri staðreynd­um“ og að „fjaðrafokið“ vegna taps á sum­um fjár­fest­ing­um sé al­veg slitið úr sam­hengi við þá staðreynd að þegar tek­in sé áhætta verði stund­um tap og stund­um ávinn­ing­ur.

„Lyk­il­atriði er auðvitað að velja vel svo að sem oft­ast verði ávinn­ing­ur (!) en það er ekki gæfu­leg fjár­fest­ing­ar­stefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðli­legt, raun­ar óhjá­kvæmi­legt, að sum­ar fjár­fest­ing­ar sjóðanna skili tapi“ skrif­ar Gylfi á Face­book-síðu sína, en fjaðrafokið sem hann vís­ar til er vænt­an­lega sú umræða sem hef­ur átt sér stað í sam­fé­lag­inu frá því að fregn­ir bár­ust af því að tveir sjóðir Gamma, GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, stæðu höll­um fæti.

„Sum­ar slíkra fjár­fest­inga má vita­skuld gagn­rýna en það á að gera á grund­velli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar,“ seg­ir Gylfi og bend­ir á að lík­lega hafi fjár­fest­ing­ar líf­eyr­is­sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxt­un í krón­um talið en það sem af er þessu ári.

„Eign­ir sjóðanna (þ.e. sjóðfé­laga!) juk­ust um 550 millj­arða fyrstu átta mánuði árs­ins. Þar af er ávöxt­un á að giska 480 millj­arðar, hitt eru iðgjöld um­fram líf­eyr­is­greiðslur,“ skrif­ar Gylfi, sem seg­ir þó rétt að anda í gegn­um nefið þegar svona töl­ur birt­ist, þar sem það sé lang­tíma­ávöxt­un­in, en ekki skamm­tíma­sveifl­ur, sem öllu skipti og að horf­ur um hana séu ekk­ert sér­stak­lega bjart­ar, því miður.

„… en það má al­veg gleðjast í smá­stund fyr­ir hönd líf­eyr­isþega í nútíð og framtíð,“ skrif­ar Gylfi.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK