Takmarkar útlán banka

Forstöðumaður greiningardeildar Capacent segir vaxtamun endurspegla óhagkvæmt bankakerfi.
Forstöðumaður greiningardeildar Capacent segir vaxtamun endurspegla óhagkvæmt bankakerfi. mbl.is/Golli

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir fjárfesta hafa sýnt sértryggðum skuldabréfum takmarkaðan áhuga undanfarið. Það skerði svigrúm banka til að fylgja grunnvöxtum við útgáfu íbúðalána.

„Vaxtakjör sértryggðu bréfanna hafa ekki lækkað til samræmis við grunnvexti á markaði,“ segir Jón Bjarki. Meðal þessara fjárfesta hafi verið lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og Íbúðalánasjóður. Þótt lífeyrissjóðum bjóðist í sumum tilfellum betri kjör af sértryggðum skuldabréfum en af útgáfu íbúðalána kjósi þeir lánin.

„Einhverjir sjóðanna eru að lána beint til sjóðfélaga með minni ávöxtunarkröfu en þeir gætu fengið með því að kaupa sértryggð skuldabréf. Þar er búið að dreifa áhættunni og taka út vafstur sem fylgir beinum útlánum. Það er dálítið sérstök staða,“ segir Jón Bjarki.

Með þessu móti hafi lífeyrissjóðir áhrif á markaðinn úr tveimur áttum; sem fjárfestar og umsvifamiklir lánveitendur íbúðalána.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að stóru bankarnir skoði nú vaxtalækkun eftir að Seðlabankinn lækkaði vextina. Hátt í 20 lánveitendur bjóða nú íbúðalán á Íslandi. Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, segir of marga lánveitendur á Íslandi. „Samkvæmt fræðunum ætti í mesta lagi að vera einn banki á Íslandi. Jafnvel þótt við værum með einn banka væri hann of lítill,“ segir Snorri og bendir á áhrif bankaskatta á vaxtastigið í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK