WOW fari í loftið í anda gefinna fyrirheita

Michelle Ballarin á blaðamannafundi í septembermánuði.
Michelle Ballarin á blaðamannafundi í septembermánuði. mbl.is/Árni Sæberg

„WOW fer í loftið í anda þeirra fyrirheita sem hafa verið gefin,“ segir í svari Gunnars Steins Pálssonar almannatengils sem starfar fyrir WOW, flugfélag Michele Ballarin, við fyrirspurn mbl.is í kjölfar fregna þess efnis að áætlunum félagsins um að hefja flugferðir að nýju í þessum mánuði hefði verið frestað fram í desember.

„Við erum klárlega á réttri leið en á sumum póstum höfum við séð ástæðu til að staldra við og þess vegna erum við vissulega ekki alls staðar á réttum hraða í undirbúningsferlinu,” segir enn fremur í svari Gunnars.

Best að spara of miklar yfirlýsingar til fjölmiðla

Til stóð að hefja áætlunarflug á vegum WOW í þessum mánuði, en haft var eftir Ballarin á vefnum Flightglobal í gærkvöldi að þeim áformum hefði verið frestað fram í desember. Í svari Gunnars segir að nýlegar sviptingar í flugheiminum, þá ekki síst með falli flugfélaga á lágfargjaldasviðinu, hafi opnað nýja möguleika fyrir WOW og boðið upp á nýjar nálganir.

„Þessar miklu breytingar í samkeppnisumhverfinu eru e.t.v. ágæt staðfesting þess að best sé að endurreisa fallið flugfélag sem mest utan of mikilla yfirlýsinga í fjölmiðlum. Þess vegna vil ég ekki tjá mig sérstaklega um stöðuna eins og hún er núna að öðru leyti en því að WOW fer í loftið í anda þeirra fyrirheita sem hafa verið gefin,” segir Gunnar.

Sagt var frá því á síðum ViðskiptaMoggans í dag og haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum að bókunarsíða WOW myndi fara í loftið 15. október næstkomandi og að þann sama dag myndu þeir sem unnið hafa að stofnun annars nýs flugfélags undir vinnuheitnu WAB greina nánar frá áformum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK