Bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum Kaupþings felld niður

Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda. Í kjölfarið, seint á árinu 2018, felldi félagið niður fimm dómsmál sem það hafði höfðað gegn fyrrverandi stjórnendum Kaupþings.

Þetta kemur fram á vef Kjarnans en þar er einnig tekið fram að núverandi stjórnendur félagsins neiti að tjá sig um dómsmálin sem hafi verið felld niður. Kaupþing ehf. er eignarhaldsfélag sem var myndað utan um eftirstandandi eignir Kaupþings banka. 

Í umfjölluninni kemur fram, þar sem vísað er í ársreikning Kaupþings ehf., að eignarhaldsfélagið hafi náð samkomulagi við vátryggjendur í september 2018 um stjórnendaábyrgðir fyrir árin 2008 og 2009 sem keypt hafði verið af Kaupþingi á árinu 2008. Samkomulagið hafi verið í tengslum „við margvíslegan ágreining aðila varðandi umfang og gildi vátryggingarinnar,“ eins og það er orðað. 

Tekið er fram í ársreikningnum að í kjölfar samkomulagsins hafi fimm dómsmál milli Kaupþings og vátryggjenda verið felld niður. Þar segir enn fremur að Kaupþing hafi jafnframt fellt niður þrjú mál á hendur fyrrverandi stjórnendum félagsins sem rekin voru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK