Kynning á flugi WAB er ótímasett

mbl.is/​Hari

Stjórnendur flugfélagsins sem hefur vinnuheitið WAB eru langt komnir með stofnun félagsins. Hins vegar hefur ekki verið tímasett hvenær reksturinn verður kynntur almenningi.

Sveinn Ingi Steinþórsson, forsvarsmaður félagsins, vildi ekki tjá sig um málið.

Fram kom í ViðskiptaMogganum í síðustu viku að draga myndi til tíðinda hjá WAB í dag.

Á bakvið WAB, eða We Are Back, standa m.a. fyrrverandi starfsmenn hins fallna flugfélags WOW, með Svein Inga, sem stýrði hagdeild WOW, í forsvari.

Skv. heimildum Morgunblaðsins gengur fjármögnun WAB vel. Rætt var um að tekist hefði að tryggja 40 milljónir evra. Þetta fékkst ekki staðfest hjá WAB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka