Ekki mikil ógn við stóru miðlana

Sigmundur Ernir Rúnarsson verður sjónvarpsstjóri sameinaðra miðla.
Sigmundur Ernir Rúnarsson verður sjónvarpsstjóri sameinaðra miðla. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við fáum aukinn slagkraft, meira öryggi í okkar rekstur og mikil samlegðaráhrif í blaða- og fréttamennsku,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri sameinaðra miðla, en í morgun var greint frá því að Hringbraut myndi sameinast Fréttablaðinu. Hann segir sameininguna ekki ógn við stóru miðlana.

Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlits og fjölmiðlanefndar, sem eiga eftir að fjalla um hann. 

Enn fremur var greint frá því í morgun að Ingibjörg Pálmadóttir hefði selt fjárfestinum Helga Magnússyni helmingshlut sinn í Fréttablaðinu en fyrr í sumar keypti Helgi hinn helminginn. 

Ólöf Skafta­dótt­ir rit­stjóri Frétta­blaðsins hef­ur látið af störf­um, en í frétt á vef Frétta­blaðsins kem­ur fram að hún sagði starfi sínu lausu í lok ág­úst. Jón Þóris­son lög­fræðing­ur hef­ur verið ráðinn rit­stjóri og ábyrgðarmaður Frétta­blaðsins við hlið Davíðs Stef­áns­son­ar og hef­ur Jón störf í dag.

„Við getum þess vegna farið að styrkja okkar fréttatengdu þætti til mikilla muna,“ segir Sigmundur Ernir. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort fréttum verði sjónvarpað.

„Það er augljóst að fréttaþættir okkar munu vonandi eflast til muna bæði hvað mannskap varðar og úttektir og umsjónarmenn.“

Sigmundur Ernir hefur verið sjónvarpsstjóri Hringbrautar og verður slíkur stjóri …
Sigmundur Ernir hefur verið sjónvarpsstjóri Hringbrautar og verður slíkur stjóri sameinaðra miðla.

Sigmundur segir að enn sem komið er hafi ekki verið tekin ákvörðun um að fjölga eða fækka starfsfólki. Augljóst mál sé að fréttavinnsla beggja muni nýtast báðum miðlum. 

Starfsemi Hringbrautar flyst á Hafnartorg, þar sem Fréttablaðið er til húsa, ef Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd samþykkir samrunan. Sigmundur Ernir vonast til að það gangi í gegn sem fyrst:

„Ég held að stóru miðlunum stafi ekki mikil ógn af því að Hringbraut sameinist Fréttablaðinu og hef trú á því að þetta gangi hratt fyrir sig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK