Taka ekki afstöðu til frétta af Boeing

737 MAX þota Icelandair „horfist í augu“ við bíla á …
737 MAX þota Icelandair „horfist í augu“ við bíla á starfsmannastæðinu við Boeing-verksmiðjurnar í Seattle.

Icelandair kýs að taka ekki afstöðu til þess að starfs­menn flug­véla­fram­leiðand­ans Boeing hafi vitað af vanda­mál­um í öryggiskerfi Max 737 þotna fyrirtækisins. 

Starfs­menn Boeing skipt­ust á skila­boðum sem fjölluðu um vanda­mál vegna sjálf­virka ör­yggis­kerf­is­ins á 737 Max vél­um fyr­ir­tæk­is­ins skömmu áður en vél­arn­ar fengu vott­un árið 2016. Af skilaboðunum að dæma grunaði starfsmennina að ekki væri allt með felldu. 

Icelandair var með sex slíkar þotur í umferð hjá sér þangað til í mars síðastliðnum þegar vélarnar voru kyrrsettar á heimsvísu vegna tveggja banvænna flugslysa. Flugfélagið hyggst taka þoturnar aftur í notkun í janúar ef kyrrsetningunni hefur þá verið aflétt.  

Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is frá Ásdísi Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, kemur fram að fyrirtækið taki ekki afstöðu til „vangaveltna í fjölmiðlum“.

„Það eru og hafa verið ýmsar vangaveltur í fjölmiðlum um málið sem við erum ekki að taka afstöðu til sérstaklega. Aðalmálið á þessu stigi er það vandaða ferli sem nú er í fullum gangi og alþjóðleg flugmálayfirvöld leiða. Það snýst um það að tryggja öryggi vélanna til framtíðar og koma þeim aftur í rekstur.“

Hefur líklega engin áhrif

Fleira vildi Ásdís ekki segja um málið og þar sem Icelandair tekur ekki afstöðu má ætla að þessar fréttir hafi ekki áhrif á það hvort Icelandair muni taka vélarnar aftur í notkun. 

Tvö ban­væn flug­slys sem ollu 346 dauðsföll­um hafa verið tengd við ör­yggis­kerfi 737 Max véla Boeing.

Slík vél á veg­um Et­hi­opi­an Air­lines brot­lenti ör­fá­um mín­út­um eft­ir að hún tók á loft frá Add­is Ababa, höfuðborg Eþíóp­íu, í mars síðastliðnum. Þá lét­ust all­ir sem um borð voru, alls 157 manns. 

Sama teg­und flug­vél­ar á veg­um indó­nes­íska flug­fé­lags­ins Lion Air brot­lenti í sjó fimm mánuðum fyrr, í októ­ber í fyrra, stuttu eft­ir að vél­in tók á loft frá Jakarta, höfuðborg Indó­nes­íu. Í því slysi lét­ust 189 ein­stak­ling­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK